Sædís Harpa Stefánsdóttir
Sædís Harpa er listakona sem er fædd og uppalin á Höfn í Hornafirði. Hún lauk meistaragráðu í listkennslu frá Háskóla Íslands árið 2022 og hefur síðan kennt bæði myndlist og tónlist, samhliða sjálfstæðri listsköpun. Sædís sækir innblástur í hversdagslegu augnablikin sem við lítum oft fram hjá og varpar ljósi á fegurð þeirra í verkum sínum.