Öll erum við mávar…
Stúkusalurinn, 2025
Sædís Harpa hefur lengi velt fyrir sér sambandi okkar við máva. Með sýningunni Öll erum við mávar beinir hún augum að mávum, fuglum sem flest okkar þekkja en fá kunna að meta. Þeir eru prakkarar og stundum pirrandi, en samt órjúfanlegur hluti af umhverfi okkar. Sýningin varpar ljósi á hvernig samfélagið mótar hugmyndir um hvað má tilheyra umhverfinu okkar og hvað ekki. Þær hugmyndir eiga ekki aðeins við um máva.
Sædís Harpa hvetur áhorfendur til að horfast í augu við þá staðreynd að ekkert okkar er fullkomið og við eigum það öll til, meðvitað eða ómeðvitað, að taka þátt í þeirri samfélagshugsun sem ræður ferðinni hverju sinni. Þannig erum við öll mávar.
Hugsandi (2025) ●
Gvass-máling á vatnslitapappír,
handgerður postulínsrammi
23,5x19cm
Hlæjandi (2025) ●
Gvass-máling á vatnslitapappír,
handgerður postulínsrammi
23x19cm
Starandi (2025) ●
Gvass-máling á vatnslitapappír,
handgerður postulínsrammi
23x29,5cm
Leitandi (2025) ●
Gvass-máling á vatnslitapappír,
handgerður postulínsrammi
30,5x23cm
Dreymandi (2025) ●
Gvass-máling á vatnslitapappír,
handgerður postulínsrammi
23x30cm