Manstu eftir…
28.06.24 - 31.08.24
Manstu eftir bollunum hennar ömmu eða böllunum í Sindrabæ?
Manstu eftir… er samansafn af hlutum sem hafa verið skildir eftir á nytjamarkaðinum heima á Höfn. Hlutir með ríka sögu sem bíða eftir því að eignast nýjar minningar. Sem brottfluttur Hornfirðingur fóðra ég heimþrána með myndum sem Hirðingjarnir birta á facebook. Myndir af hlutum sem ég kannast við. Hlutum sem senda mig á ferðalag aftur í tímann.
Sýningin býður upp á samtal milli kynslóða. Upphringing í fortíðina bindur saman gamla og nýja tíma.
Verkin eru hluti af sýningunni Nr. 5 Umhverfing sem opnar 28.júní og er uppi í allt sumar. Listasýningin sem er stærsta samsýning í sögu Hornafjarðar þekur yfir 150 kílómetra svæði frá þjóðgarðinum í Skaftafelli að Eystrahorni og er með 52 þátttakendum. Verkefnið er á vegum Akademíu Skynjunarinnar sem staðið hefur fyrir fjórum slíkum sýningum áður, en að þessu sinni er það í samstarfi við Listasafn Svavars Guðnasonar.
Remember…
Remember grandma's old tea set and playing in her living room?
Remember… is a collection of items that were abandoned and given to the local thrift store. Items with rich history, anticipating a new life and memories. After Sædís moved to the city she satiated her longing for home by following the store's Facebook page. Seeing photos that remind her of home and send her on a journey reminiscing old times.
The exhibit offers an opportunity to spark a conversation about memories. Building a bridge between the past and the present.
Originals for sale