Himinlifandi
2021-2023
Íslendingar þekkja líklegast manna best tilfinninguna þegar sólin lætur sjá sig aftur í byrjun árs og himininn fer að blána. Birtan rífur okkur upp úr skammdeginu og minnir okkur á að vera þakklát fyrir dagana eftir myrkrið. En hvernig varðveitum við þessa tilfinningu?
Himinlifandi er samansafn ljósmynda sem teknar voru af himninum í byrjun árs (2021-2023) þegar dagarnir fara að lengjast og himininn lætur sjá sig á ný. Myndirnar voru allar teknar þegar ég hef verið himinlifandi og gefið mér tíma til að líta upp og varðveita augnablikið. Himnarnir hlaðast svo upp í albúm þar sem nýr himinn hefur raðast upp af hundrað himinlifandi myndum sem mynda einhverskonar áminningu um góðu dagana.





































































































